Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 00:11 Dyraverðir á Dönsku kránni voru pollrólegir þegar fréttastofa ræddi við þá í kvöld. Stöð 2/Ívar F Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð hafa gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað er við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Sunna Sæmundsdóttir skellti sér í bæinn í kvöld og tók meðal annars dyraverði tali: Addi, sem hefur verið dyravörður í sextán ár og stóð í dyrunum á Dönsku kránni í kvöld, segir að dyraverðir þar hai ekki viðhaft aukinn viðbúnað í kvöld. „Þetta verður sennilega venjulegt kvöld,“ segir hann. Hann segir ekki óþægilegt að standa vaktina í kvöld enda hafi hann mikla reynslu og staðan sé ekki ný af nálinni. Þó segir hann að hann hafi merkt breytingu á næturlífinu síðastliðin tíu ár. Sumir fara í stunguvesti en aðrir ekki Addi segir að ekki standi til að dyraverði á Dönsku kránni klæðist sérútbúnum varnarbúnaði á borð við stunguvesti eða sérstaka hanska. Það gerir Hjörtur Már, dyravörður á Lebowski bar, hins vegar í kvöld. Hann segist hafa gert það áður en nú sé í fyrsta skipti sem hann gerir það af sérstakri ástæðu. Hann segir stöðuna sem nú er komin upp vera mjög stressandi en að gott sé að vita af auknum viðbúnaði lögreglunnar um helgina. „Manni líður miklu betur með það,“ segir hann að lokum. Næturlíf Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð hafa gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað er við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Sunna Sæmundsdóttir skellti sér í bæinn í kvöld og tók meðal annars dyraverði tali: Addi, sem hefur verið dyravörður í sextán ár og stóð í dyrunum á Dönsku kránni í kvöld, segir að dyraverðir þar hai ekki viðhaft aukinn viðbúnað í kvöld. „Þetta verður sennilega venjulegt kvöld,“ segir hann. Hann segir ekki óþægilegt að standa vaktina í kvöld enda hafi hann mikla reynslu og staðan sé ekki ný af nálinni. Þó segir hann að hann hafi merkt breytingu á næturlífinu síðastliðin tíu ár. Sumir fara í stunguvesti en aðrir ekki Addi segir að ekki standi til að dyraverði á Dönsku kránni klæðist sérútbúnum varnarbúnaði á borð við stunguvesti eða sérstaka hanska. Það gerir Hjörtur Már, dyravörður á Lebowski bar, hins vegar í kvöld. Hann segist hafa gert það áður en nú sé í fyrsta skipti sem hann gerir það af sérstakri ástæðu. Hann segir stöðuna sem nú er komin upp vera mjög stressandi en að gott sé að vita af auknum viðbúnaði lögreglunnar um helgina. „Manni líður miklu betur með það,“ segir hann að lokum.
Næturlíf Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira