Enski boltinn

Klopp fær meiri völd hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp er með samning við Liverpool til ársins 2026 og fær nú tækifæri til að setja saman lið fyrir næstu ár.
Jürgen Klopp er með samning við Liverpool til ársins 2026 og fær nú tækifæri til að setja saman lið fyrir næstu ár. Getty/TF-Images

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær að hafa meira um það að segja hvaða leikmenn félagið kaupir eftir að Julian Ward hættir störfum.

Julian Ward hefur verið íþróttastjóri félagsins í aðeins sex mánuði en hann tilkynnti óvænt að hann myndi hætta störfum strax næsta sumar.

Ward fékk stöðuhækkun í lok síðasta tímabils þegar Michael Edwards ákvað að hætta í þessu krefjandi starfi en Edwards hafði gert frábæra hluti á félagsskiptamarkaðnum undanfarin ár.

Hinn 41 árs gamli Ward hættir nú af persónulegum ástæðum en ætlar samt að klára þetta tímabil áður en hann yfirgefur Anfield.

Þar sem að Liverpool liðið er til sölu er ekki talið líklegt að Liverpool ráði nýjan mann í starfið fyrr en nýir eigendur hafa tekið við.

Þangað til fær Klopp því meiri völd hjá Liverpool þegar kemur að kaupum á leikmönnum.

Klopp vildi kaupa miðjumann í sumar en það gekk ekki eftir. Það þykir nær öruggt að miðjumaður komi inn í janúar og kannski fleiri en einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×