Tillaga Íslands og Þýskaland samþykkt af mannréttindaráði SÞ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 18:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, og Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Íslands og Þýskalands um að sett verði á fót sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd sem safna á upplýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga þá til ábyrgðar sem ofsótt hafa friðsama mótmælendur í Íran undanfarnar vikur. Ályktunin var lögð fram á sérstökum aukafundi mannréttindaráðsins, sem Ísland og Þýskaland kölluðu eftir, til að ræða um hríðversnandi stöðu mannréttinda í Íran. Mótmælahrina hefur geisað í Íran síðan ung kona lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Stjórnvöld hafa tekið mótmælendum af fádæma hörku og er talið að á fjórða hundrað hafi látið lífið síðan mótmælahrinan hófst, þar af um fjörutíu börn, og þúsundir sitja í varðhaldi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir að með samþykkt ráðsins í dag hafi alþjóðasamfélagið sent klerkastjórninni í Teheran skýr og afdráttarlaus skilaboð. „Hér áttum við frumkvæði að því að kalla til aukafundar í mannréttindaráðinu til að setja þetta mál á dagskrá til þess að afla upplýsinga um það sem er að gerast í Íran, sem er lykilatriði til að hægt sé að draga menn til ábyrgðar fyrir það sem þeir eru að gera. Hins vegar eru þetta líka sterk skilaboð til kvenna, barna og fólks í Íran sem er enn þá á hverjum degi að fara út að mótmæla og sterk skilaboð til fjölskyldna og þeirra sem hafa misst ástvini sína. Þetta eru líka mikilvæg skilaboð til að færa von til þeirra sem eru í baráttu sem ekkert okkar á að þurfa að taka en þau gera og þau hætta lífi sínu fyrir það.“ Utanríkismál Þýskaland Íran Mótmælaalda í Íran Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Ályktunin var lögð fram á sérstökum aukafundi mannréttindaráðsins, sem Ísland og Þýskaland kölluðu eftir, til að ræða um hríðversnandi stöðu mannréttinda í Íran. Mótmælahrina hefur geisað í Íran síðan ung kona lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Stjórnvöld hafa tekið mótmælendum af fádæma hörku og er talið að á fjórða hundrað hafi látið lífið síðan mótmælahrinan hófst, þar af um fjörutíu börn, og þúsundir sitja í varðhaldi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir að með samþykkt ráðsins í dag hafi alþjóðasamfélagið sent klerkastjórninni í Teheran skýr og afdráttarlaus skilaboð. „Hér áttum við frumkvæði að því að kalla til aukafundar í mannréttindaráðinu til að setja þetta mál á dagskrá til þess að afla upplýsinga um það sem er að gerast í Íran, sem er lykilatriði til að hægt sé að draga menn til ábyrgðar fyrir það sem þeir eru að gera. Hins vegar eru þetta líka sterk skilaboð til kvenna, barna og fólks í Íran sem er enn þá á hverjum degi að fara út að mótmæla og sterk skilaboð til fjölskyldna og þeirra sem hafa misst ástvini sína. Þetta eru líka mikilvæg skilaboð til að færa von til þeirra sem eru í baráttu sem ekkert okkar á að þurfa að taka en þau gera og þau hætta lífi sínu fyrir það.“
Utanríkismál Þýskaland Íran Mótmælaalda í Íran Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira