Tilefni árásarinnar á Club Q liggur ekki fyrir enn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:13 Anderson Lee Aldrich var yfirbugað af gestum næturklúbbs þar sem hán skaut fimm til bana. AP/Lögreglan í Colorado Springs Anderson Lee Aldrich, sem grunað er um að hafa skotið fimm manns til bana í næturklúbbi í Colorado í Bandaríkjunum um helgina, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu. Það kom fram þegar Aldreich var flutt fyrir dómara í gærkvöldi. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41
Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent