Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2022 08:41 Minnisvarði með myndum af fórnarlömbunum fimm sem létust í skotárásinni á Club Q-næturklúbbnum á laugardagskvöld. AP/David Zalubowski Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs náðu að snúa niður 22 ára gamlan byssumanninn eftir að hann réðst inn og hóf skothríð á laugardagskvöld. Þeir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hann skyti fimm manns til bana og særði fleiri. Klúbburinn er þekktur sem griðarstaður fyrir LGBTQ-samfélagið í borginni sem er að öðru leyti íhaldssöm, að sögn AP-fréttastofunnar. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir en yfirvöld hafa sagt að byssumaðurinn gæti verið ákærður fyrir morð og hatursglæp, Til þess að hægt væri að ákæra fyrir hatursglæp þyrftu alríkissaksóknarar að sýna fram á að byssumaðurinn hafi verið knúinn áfram af fordómum, til dæmis fyrir raunverulegri eða ætlaðri kynhneigð eða kyngervi fórnarlambanna. Í nokkrum greinargerðum sem skipaðir verjendur byssumannsins hafa lagt fram til þessa segja þeir að hann sé kynsegin og notist við persónufornafnið „hán“. AP segir að verjendurnir leggi ekki frekar út af því atriði í greinargerðunum. Byssumaðurinn heitir Anderson Lee Aldrich. Fram kom í gær að nafni háns var breytt þegar hán var táningur fyrir sex árum. Ástæðan sem hán gaf fyrir því var að hán vildi verja sig fyrir föður sínum sem hafði meðal annars beitt móður háns ofbeldi. Í umsókn um nafnabreytinguna var talað um að Aldrich vildi verja „sjálfan“ sig í karlkyni. Afi háns og amma lögðu umsóknina fram þar sem hán var undir lögaldri og þeir forráðamenn háns. Faðir Aldrich er sagður bardagaíþróttamaður og klámleikari með langan sakaferil að baki. Hann hlaut meðal annars dóm fyrir að berja móður Aldrich bæði fyrir og eftir að hán fæddist. Um tíma var honum bannað að nálgast Aldrich og móður háns. Aldrich á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34