Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 06:56 Trump rauf áratugalanga hefð þegar hann neitaði að birta skattskýrslur sínar sem forsetaframbjóðandi árið 2016. AP/Andrew Harnik Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. Engin úrskurður var gefinn út í tengslum við ákvörðun dómstólsins en hann hafnaði beiðni Trump um bann við afhendingu gagnanna, sem eru í vörslu fjármálaráðuneytisins. Um er að ræða skattskýrslur forsetans fyrrverandi til sex ára og uppgjör nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hæstiréttur kemst að niðurstöðu sem er Trump í óhag. Í janúar neitaði dómstóllinn að koma í veg fyrir að skjalasafn Bandaríkjanna afhenti rannsóknarnefnd gögn er vörðuðu árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Og í október síðastliðnum hafnaði dómstóllinn því að grípa inn í lögfræðilegar deilur vegna húsleitar Alríkislögreglunnar á heimili Trump í Mar a Lago. Allt frá því að Richard Nixon var kjörinn forseti árið 1968 hafa forsetar Bandaríkjanna birt skattskýrslur sínar sjálfviljugir. Trump vék þó frá þessari óskráðu reglu þegar hann bauð sig fram fyrir kosningarnar 2016 og hefur barist ötullega fyrir því alla tíð síðan að halda þeim leyndum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Engin úrskurður var gefinn út í tengslum við ákvörðun dómstólsins en hann hafnaði beiðni Trump um bann við afhendingu gagnanna, sem eru í vörslu fjármálaráðuneytisins. Um er að ræða skattskýrslur forsetans fyrrverandi til sex ára og uppgjör nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hæstiréttur kemst að niðurstöðu sem er Trump í óhag. Í janúar neitaði dómstóllinn að koma í veg fyrir að skjalasafn Bandaríkjanna afhenti rannsóknarnefnd gögn er vörðuðu árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Og í október síðastliðnum hafnaði dómstóllinn því að grípa inn í lögfræðilegar deilur vegna húsleitar Alríkislögreglunnar á heimili Trump í Mar a Lago. Allt frá því að Richard Nixon var kjörinn forseti árið 1968 hafa forsetar Bandaríkjanna birt skattskýrslur sínar sjálfviljugir. Trump vék þó frá þessari óskráðu reglu þegar hann bauð sig fram fyrir kosningarnar 2016 og hefur barist ötullega fyrir því alla tíð síðan að halda þeim leyndum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37
Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila