Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:00 Donald Trump vill meina að hann hafi verið í fullum rétti að taka með sér þúsundir skjala úr Hvíta húsinu, jafnvel þau sem voru kyrfilega merkt sem leyniskjöl. AP/Chris Seward Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51