Erlent

Snjó­koma raskar dag­legu lífi Svía og Dana

Atli Ísleifsson skrifar
Svona var umhorfs á Jótlandi í Danmörku í gær.
Svona var umhorfs á Jótlandi í Danmörku í gær. AP

Óvenjumikil snjókoma hefur raskað lífi Dana og Svía síðustu daga. Nokkuð hefur nú dregið úr ofankomunni, en snjóveðrið hefur verið að færa sig í norðurátt.

Veðrið hefur leitt til að þúsundir heimila í suðurhluta Svíþjóðar hafa verið án rafmagns og þá hefur snjóþunginn haft mikil áhrif á umferð bíla og lesta.

Umferðaröngþveiti hefur víða skapast á vegum og þá stendur hreinsunarstarf yfir á lestarteinum þar sem tré hafa víða fallið yfir teinana og hindrað umferð.

Ástandið skánaði nokkuð í gær eftir erfitt ástand um helgina, en víða í Dölunum í Svíþjóð er spáð allt að tuttugu sentimetra snjó í dag.

Á vef DR segir að líkur séu á að snjórinn verði að mestu horfinn í Danmörku  á morgun.

Frá Jótlandi í Danmörku í gær.AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×