Erlent

Bein útsending: Flogið upp að tunglinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar þessi mynd var tekin, var geimfarið um tíu þúsund kílómetra frá tunglinu.
Þegar þessi mynd var tekin, var geimfarið um tíu þúsund kílómetra frá tunglinu. NASA

Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar.

Geimfarinu var skotið af stað þann 16. nóvember eftir ítrekaðar frestanir en um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum.

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna er að sýna geimferðina í beinni útsendingu. Fylgjast má með nákvæmri staðsetningu geimfarins, hraða þess og öðrum upplýsingum hér á vef NASA.

Þegar geimfarið verður næst tunglinu, verður það í um 128 kílómetra fjarlægð frá yfirborði þess. Margar myndavélar eru á Orion og má búast við flottum myndum af tunglinu í kjölfar dagsins í dag.

Fylgjast má með útsendingu NASA hér að neðan.

Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, fer Orion-geimfarið næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu, þegar þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar.

Í millitíðinni verður geimfarið í um sjötíu þúsund kílómetra fjarlægð frá tunglinu. Heilt yfir á geimferðin að taka tæpa 26 daga.

Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1.

Tengdar fréttir

Á fleygiferð til tunglsins

Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum.

Artemis-1 loks á leið til tunglsins

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×