Veður

Hvasst við suð­vestur­ströndina í kvöld og skúrir víða um land

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig.
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir austlægum áttum í dag og allhvössu eða hvössu við suðvestursturstöndina í kvöld og nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skúrir víða um land og milt veður, en úrkomulaust að kalla norðanlands. Hiti verður á bilinu tvö til átta stig.

„Áfram allhvasst við suðuströndina á morgun, en kólnar í veðri. Dáliltar skúrir eða él víða um land, en bjartviðri norðvestan til.

Norðaustlægari vindar á miðvikudag og hvessir talsvert suðaustan til. Lítilsháttar slydda eða snjókoma norðan og austan til, en léttskýjað í öðrum landshlutum og fremur svalt í veðri.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-13 m/s, en 13-18 syðst. Dálitlar skúrir eða él, en léttir til um landið vestanvert. Kólnandi veður, hiti kringum frostmark síðdegis.

Á miðvikudag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, hvassast við suðausturströndin, en úrkomulítið á vestantil. Hiti kringum frostmark, en hlýnar um kvöldið og dálítil rigningu austast.

Á fimmtudag: Austan- og norðaustanstrekkingur eða allhvasst, rigning víða um land og milt veður.

Á föstudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt með talsverðri rigningu um landið austanvert, en úrkomuminna annars staðar. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir suðaustan- og austanáttir með mildu og vætusömu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×