Íslenski boltinn

Sindri ver mark FH næstu þrjú árin

Sindri Sverrisson skrifar
Sindri Kristinn Ólafsson er nýr markvörður FH-inga.
Sindri Kristinn Ólafsson er nýr markvörður FH-inga. @fhingar

Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson er genginn í raðir FH frá uppeldisfélagi sínu Keflavík eftir góða frammistöðu með Keflvíkingum í sumar.

Sindri er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær eftir að Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari liðsins á nýjan leik. Samningur Sindra við félagið er til þriggja ára.

Sindri var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðshópinn í fyrsta sinn, fyrir leikina við Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu.

Þessi 25 ára markvörður hefur leikið með Keflavík allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild árið 2014, eða fyrir átta árum síðan. Hann hefur alls leikið 82 leiki í efstu deild og 65 í næstefstu deild.

Sindri kemur inn í lið FH sem naumlega bjargaði sér frá falli úr Bestu deildinni á nýafstaðinni leiktíð, eftir að hafa endað í sjöunda sæti með Keflavík.

FH-ingar hafa á undanförnum dögum hins vegar kvatt markverði sína tvo í sumar; Færeyinginn Gunnar Nielsen og Atla Gunnar Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×