Veður

Víða vinda­samt og rigning á suð­austan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fjögur til tíu stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fjögur til tíu stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan reiknar með austan og suðaustan kalda eða strekkingi og allvíða skúrum, en rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum í fyrstu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það bæti smám saman í vind í dag, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu sunnantil á landinu eftir hádegi, en mun hægari og þurrt um landið norðanvert. Hiti á landinu verður á bilinu fjögur til tíu stig.

Vegna hinnar miklu úrkomu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum síðustu daga er talin aukin hætta á skriðuföllum og vatnavöxtum í ám og lækjum.

„Suðaustan 10-18 m/s á morgun, en heldur hvassara suðvestanlands í morgunsárið. Skúrir víða um land, einkum suðaustantil, en úrkomulítið á Norðurlandi. Áfram milt í veðri. Eftir hádegi fer svo að draga úr vindi.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðaustan 10-18 m/s, en dregur úr vindi eftir hádegi. Allvíða skúrir, en rigning suðaustanlands, og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 5 til 10 stig.

Á föstudag: Suðaustan 5-13 og stöku skúrir, en rigning suðaustantil og á Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis en 13-20 sunnantil. Rigning suðaustan- og austanlands, en þurrt að kalla á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti 0 til 8 stig.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Ákveðin suðaustan- og austanátt og dálítil væta af og til, en rigning suðaustanlands. Áfram milt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.