Frá þessu greinir Breiðablik á samféalgsmiðlum sínum. Þar segir: „Katrín hefur verið áberandi í efstu deild frá því hún steig á sviðið með KR sumarið 2009. Hún er búin að vera með betri sóknarmönnum deildarinnar og hefur skorað 125 mörk í 282 mótsleikjum.“
Ásamt því að spila með KR þá hefur Katrín leikið með Þór/KA og svo Stjörnunni á ferli sínum. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari. Þá lék hún 15 leiki í norsku úrvalsdeildinni með Klepp árið 2015.
Katrín á að baki 19 A-landsleiki sem og fjölda yngri landsleiki. Sóknarmaðurinn öflugi var ein sú besta í Bestu deildinni síðasta sumar þar sem hún skoraði 9 mörk í 16 leikjum.