Innlent

Blaða­­menn Kjarnans vilja milljónir frá Páli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson vilja fá 1,5 milljón frá Páli Vilhjálmssyni hvor um sig.
Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson vilja fá 1,5 milljón frá Páli Vilhjálmssyni hvor um sig.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 

Fréttablaðið greinir frá þessu en Þórður og Arnar vilja 1,5 milljón hvor um sig. Þá krefjast þeir þess að Páll greiði allan málskostnað þeirra og að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 

Við umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um skæruliðadeild Samherja var notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar. Síma hans var stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi. Vill hann meina að honum hafi verið byrlað.

Nafni hans Vilhjálmsson ýjaði að því að blaðamenn Kjarnans væru þeir sem hefðu byrlað skipstjóranum og stolið símanum. 

Gagnaöflun málsins er lokið og fer aðalmeðferð fram undir lok febrúarmánaðar. Fréttablaðið segir að einungis muni Þórður, Arnar og Páll gefa skýrslur fyrir dómi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Þórðar og Arnars en Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Páls.


Tengdar fréttir

Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni

Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 

Sam­herji biðst af­sökunar

„Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×