Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 07:11 Trump fékk ekki þá siguröldu sem hann beið eftir í þingkosningunum. AP/Andrew Harnik Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira