Brighton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:21 Tariq Lamptey hampað eftir að hann skoraði þriðja mark Brighton gegn Arsenal í kvöld. John Walton/Getty Images Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira