Erlent

Reyndi að kasta eggjum í konunginn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Karl eftir að eggjunum var kastað í átt að honum.
Karl eftir að eggjunum var kastað í átt að honum. AP/James Glossop

Karlmaður var í dag handtekinn fyrir að kasta eggjum í átt að Karli III Bretlandskonungi í borginni York. Maðurinn náði ekki að hitta konunginn í þremur köstum. 

Atvikið náðist á myndband en Karl var í heimsókn í York til að afhjúpa styttu af móður hans heitinni, Elísabetu II Bretlandsdrottningu. Baulað var á þann sem kastaði eggjunum og byrjuðu aðrir sem voru viðstaddir að kalla „God Save the King“. 

Karli var ekki brugðið við eggjakastið enda voru eggin ekki nálægt því að hitta hann. Fyrstu tvö fóru framhjá honum og það þriðja yfir hann. Hann hélt áfram að heilsa fólki eins og ekkert í hafi skorist.

Í grein Washington Post segir að sá sem kastaði eggjunum hafi öskrað „þetta land var byggt með blóði þræla“ áður en hann kastaði. 

Maðurinn var handtekinn nánast um leið og hann kastaði þriðja egginu.AP/Jacob King


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×