Atvikið náðist á myndband en Karl var í heimsókn í York til að afhjúpa styttu af móður hans heitinni, Elísabetu II Bretlandsdrottningu. Baulað var á þann sem kastaði eggjunum og byrjuðu aðrir sem voru viðstaddir að kalla „God Save the King“.
King Charles III and Camilla, Queen Consort, were visiting the city of York on Wednesday when a protester hurled at least three eggs at them while shouting this country was built on the blood of slaves. https://t.co/mMIuTG2JKZ pic.twitter.com/KiqLDnz63x
— The Washington Post (@washingtonpost) November 9, 2022
Karli var ekki brugðið við eggjakastið enda voru eggin ekki nálægt því að hitta hann. Fyrstu tvö fóru framhjá honum og það þriðja yfir hann. Hann hélt áfram að heilsa fólki eins og ekkert í hafi skorist.
Í grein Washington Post segir að sá sem kastaði eggjunum hafi öskrað „þetta land var byggt með blóði þræla“ áður en hann kastaði.
