Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2022 16:24 Repúblikanar munu að öllum líkindum ná meirihluta í fulltrúadeildinni en baráttan um öldungadeildina er enn hörð. AP/J. David Ake Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun verja deginum í Maryland en þar sjá Demókratar tækifæri til þess að velta ríkisstjóranum, sem er Repúblikani, úr sessi. Donald Trump, fyrrverandi forseti, mun halda síðasta kosningafund sinn að þessu sinni í Ohio. Í ræðu sem hann hélt í New York í gær gagnrýndi Biden Repúblikana fyrir orðræðu þeirra varðandi árásina á þinghúsið í fyrra og ummæli þeirra varðandi árásina á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og það hvernig Repúblikanar hefðu afsakað árásina eða jafnvel gert grín að henni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið þátt í því að gera lítið úr árásinni eða dreifa lygum um hana og tildrög hennar. Sjá einnig: Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa „Á öllum mínum ferli hefur aldrei verið tímabil þar sem við fögnum ofbeldi sem byggist á stjórnmálaskoðunum,“ sagði Biden. Trump var þá staddur í Flórída, á kosningafundi fyrir öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio, þar sem stuðningsmenn hans kölluðu eftir því að Nancy Pelosi yrði fangelsuð. Sjá einnig: Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Samkvæmt AP fréttaveitunni þá höfðu 41 milljón Bandaríkjamanna þegar greitt utankjörfundaratkvæði fyrir daginn í dag. Minni líkur á meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Þó kosningin fari fram á morgun á yfirtaka Repúblikana á fulltrúadeild Bandaríkjaþings sér nokkuð lengri fyrirvara. Fyrir þessar kosningar voru kjördæmi Bandaríkjanna teiknuð upp á nýjan leik en útlit er fyrir að þær breytingar muni koma Repúblikönum sérstaklega vel. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja til að draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Gerðu umfangsmiklar breytingar sér í hag Eins og fram kemur í frétt Politico hafa Demókratar einnig lagt stund á Gerrymandering í þeim ríkjum þar sem þeir eru í meirihluta en það er þó ekki jafn algengt og ekki jafn gróft. Þá hafa dómarar í þeim ríkjum stöðvað tilraunir Demókrata til að endurteikna kjördæmi. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Sérfræðingar Politico báru kjördæmin í forsetakosningunum 2020 saman við kjördæmin í dag. Árið 2020 var 51 kjördæmi þar sem minna en fimm prósent greindu Biden og Trump að. Í sögulegu samhengi þykir það mjög fá baráttukjördæmi. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í kjördæmunum eins og þau eru í dag væru einungis 34 kjördæmi þar sem svo lítið væri milli Bidens og Trumps. Muninn má að miklu leyti rekja til Texas, þar sem Repúblikanar voru með fulla stjórn á skipulagi kjördæma fyrir kosningarnar. Árið 2020 voru ellefu kjördæmi þar sem lítill munur var á Biden og Trump en í dag yrði það einungis eitt. Sambærilega sögu er að segja af Flórída. Árið 2020 vann Trump þar 15 af 27 kjördæmum en ef kjördæmin hefðu verið þá eins og þau eru núna, hefði Trump unnið tuttugu af 28. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og Repúblikani, átti mikinn þátt í því að gera nýju kjördæmin. Í nokkrum ríkjum er fyrirkomulagið þannig að óháðar nefndir teikna upp kjördæmin og má þar nefna Colorado. Þar eru nokkur ný kjördæmi sem þykja ekki í öruggum höndum annars flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun verja deginum í Maryland en þar sjá Demókratar tækifæri til þess að velta ríkisstjóranum, sem er Repúblikani, úr sessi. Donald Trump, fyrrverandi forseti, mun halda síðasta kosningafund sinn að þessu sinni í Ohio. Í ræðu sem hann hélt í New York í gær gagnrýndi Biden Repúblikana fyrir orðræðu þeirra varðandi árásina á þinghúsið í fyrra og ummæli þeirra varðandi árásina á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og það hvernig Repúblikanar hefðu afsakað árásina eða jafnvel gert grín að henni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið þátt í því að gera lítið úr árásinni eða dreifa lygum um hana og tildrög hennar. Sjá einnig: Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa „Á öllum mínum ferli hefur aldrei verið tímabil þar sem við fögnum ofbeldi sem byggist á stjórnmálaskoðunum,“ sagði Biden. Trump var þá staddur í Flórída, á kosningafundi fyrir öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio, þar sem stuðningsmenn hans kölluðu eftir því að Nancy Pelosi yrði fangelsuð. Sjá einnig: Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Samkvæmt AP fréttaveitunni þá höfðu 41 milljón Bandaríkjamanna þegar greitt utankjörfundaratkvæði fyrir daginn í dag. Minni líkur á meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Þó kosningin fari fram á morgun á yfirtaka Repúblikana á fulltrúadeild Bandaríkjaþings sér nokkuð lengri fyrirvara. Fyrir þessar kosningar voru kjördæmi Bandaríkjanna teiknuð upp á nýjan leik en útlit er fyrir að þær breytingar muni koma Repúblikönum sérstaklega vel. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Repúblikanar í ríkisþingum Bandaríkjanna, hafa gert umfangsmiklar breytingar á kjördæmum ríkja til að draga verulega úr vægi kjósenda Demókrataflokksins. Á ensku kallast þetta Gerrymandering. Það er stór ástæða þess að líkur Repúblikana á því að ná yfirráðum á fulltrúadeildinni eru svo miklar, en ekki í öldungadeildinni, þar sem kosið er í heilum ríkjum en ekki kjördæmum innan ríkja. Hér að neðan má sjá stutt útskýringarmyndband USA Today þar sem Gerrymandering er útskýrt nánar. Gerðu umfangsmiklar breytingar sér í hag Eins og fram kemur í frétt Politico hafa Demókratar einnig lagt stund á Gerrymandering í þeim ríkjum þar sem þeir eru í meirihluta en það er þó ekki jafn algengt og ekki jafn gróft. Þá hafa dómarar í þeim ríkjum stöðvað tilraunir Demókrata til að endurteikna kjördæmi. Sjá einnig: Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Sérfræðingar Politico báru kjördæmin í forsetakosningunum 2020 saman við kjördæmin í dag. Árið 2020 var 51 kjördæmi þar sem minna en fimm prósent greindu Biden og Trump að. Í sögulegu samhengi þykir það mjög fá baráttukjördæmi. Séu niðurstöðurnar skoðaðar í kjördæmunum eins og þau eru í dag væru einungis 34 kjördæmi þar sem svo lítið væri milli Bidens og Trumps. Muninn má að miklu leyti rekja til Texas, þar sem Repúblikanar voru með fulla stjórn á skipulagi kjördæma fyrir kosningarnar. Árið 2020 voru ellefu kjördæmi þar sem lítill munur var á Biden og Trump en í dag yrði það einungis eitt. Sambærilega sögu er að segja af Flórída. Árið 2020 vann Trump þar 15 af 27 kjördæmum en ef kjördæmin hefðu verið þá eins og þau eru núna, hefði Trump unnið tuttugu af 28. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og Repúblikani, átti mikinn þátt í því að gera nýju kjördæmin. Í nokkrum ríkjum er fyrirkomulagið þannig að óháðar nefndir teikna upp kjördæmin og má þar nefna Colorado. Þar eru nokkur ný kjördæmi sem þykja ekki í öruggum höndum annars flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30
Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. 6. nóvember 2022 11:59
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“