Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 22:05 Rangar fullyrðingar Donalds Trumps um að kosningasvik hafi kostað hann sigur árið 2020 eru orðnar að einni af meginkreddum Repúblikanaflokksins. AP/Chris Seward Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Höfnun eða efasemdir um lögmæti forsetakosninganna árið 2020 hefur orðið að rétttrúnaði innan Repúblikanaflokksins þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heldur enn á lofti stoðlausum samsæriskenningum sínum um að stórfelld svik hafi kostað hann endurkjör. Þær ásakanir hafa ítrekað verið hraktar. Greining Washington Post sýnir að meira en helmingur allra frambjóðenda flokksins til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings og helstu embætta í einstökum ríkjum sem kosið verður um í nóvember aðhyllist þá flokkskreddu. Flestir þeirra eiga ennfremur að líkindum eftir að ná kjöri. Af þeim 299 sem afneita eða efast um úrslitin bjóða 174 sig fram til embætta sem repúblikanar vinna örugglega en 51 til viðbótar eru í harðri kosningabaráttu um sín sæti. Kannanir benda til þess að repúblikanar muni að líkindum vinna meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir stjórna því líklega deildinni þegar næstu forsetakosningar fara fram árið 2024. Þeir sem ná kjöri í kosningum til ríkisstjóra eða ýmissa annarra ríkisembætta hefðu einnig einhver völd yfir framkvæmd kosninga. Minnir á valdboðssinna í öðrum ríkjum Hreyfingu afneitaranna hefur vaxið ásmegin frekar en hitt, jafnvel eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið vegna ranghugmynda um að úrslit forsetakosninganna hefðu verið ólögmæt, fyrir tveimur árum. Kjósendur í prófkjörum flokksins umbuna þeim frambjóðendum sem haldi áfram að ljúga um kosningarnar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja að sú staðreynd að frambjóðendur repúblikana haldi til streitu ásökunum um kosningasvik þrátt fyrir nokkrar sannanir bendi til þess að þeir séu tilbúnir að grafa undan stofnunum lýðræðisins ef það hentar flokki þeirra. Þessi tilhneiging eigi margt sameiginlegt með valdboðshreyfingum í öðrum ríkjum. Margar þær hreyfingar verði til með ásökunum um stolnar kosningar. Margir þeirra sem halda ósannindunum á lofti viti betur en notfæri sér þau til að ná kjöri. Til skemmri tíma telja fræðimennirnir að frambjóðendur sem tapi eigi eftir að hafna úrslitunum í haust og slíkar ásakanir gætu einnig sett mark sitt á forsetakosningarnar eftir tvö ár. Til lengri tíma gætu stofnanir lýðræðisins verið í hættu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent