Enski boltinn

Kane leiðbeinir Raducanu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emma Raducanu í Tottenham-treyju.
Emma Raducanu í Tottenham-treyju. getty/Robert Prange

Harry Kane skorar ekki bara mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið heldur reynir hann einnig að láta gott af sér leiða og miðla af reynslu sinni.

Hann hefur meðal annars tekið það að sér að leiðbeina tenniskonunni Emmu Raducanu. Hann hefur meðal annars ráðlagt henni hvernig hún eigi að byggja ofan á árangur sinn og venjast því að vera í sviðsljósinu.

Mikla athygli vakti þegar Raducanu vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra, þá bara átján ára og á aðeins á sínu fjórða móti í fullorðinsflokki. Ekki hefur gengið jafn vel hjá Raducanu í ár en meiðsli hafa gert henni erfitt fyrir.

Þá er gott að geta leitað í reynslubanka Kanes sem leiddi enska landsliðið í úrslit á EM í fyrra og undanúrslit á HM 2018. Hann var markakóngur síðarnefnda mótsins.

Raducanu er stuðningsmaður Tottenham og hefur stundum sést æfa í treyju liðsins, eitthvað sem Kane er eflaust ánægður með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×