Enski boltinn

Dagný tilnefnd sem leikmaður mánaðarins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki sínu gegn Aston Villa. Það var eitt þriggja marka sem hún skoraði í ensku kvennadeildinni í október.
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki sínu gegn Aston Villa. Það var eitt þriggja marka sem hún skoraði í ensku kvennadeildinni í október. getty/Harriet Lander

Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, er tilnefnd sem leikmaður mánaðarins í ensku kvennadeildinni.

Dagný hefur farið mikinn að undanförnu og skorað í síðustu fimm leikjum West Ham í deild og bikar. Þrjú þeirra komu í október.

Tveir leikmenn Manchester United eru tilnefndir sem leikmaður október-mánaðar; markvörðurinn Mary Earps og framherjinn Leah Galton. Auk þeirra og Dagnýjar eru Lauren James (Chelsea), Khadija Shaw (Manchester City) og Frida Leonhardsen Maanum (Arsenal) tilnefndar.

Hægt er að kjósa Dagnýju sem leikmann október-mánaðar með því að smella hér.

Dagný gekk í raðir West Ham í ársbyrjun 2021. Fyrir þetta tímabil var hún svo gerð að fyrirliða Hamranna.

West Ham er í 7. sæti ensku deildarinnar með níu stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×