Erlent

Rússar hættir við að hætta við

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjö flutningaskip lögðu úr höfnum Úkraínu í morgun, hlaðin kornvöru.
Sjö flutningaskip lögðu úr höfnum Úkraínu í morgun, hlaðin kornvöru. AP/David Goldman

Rússar hættu í gær við að hætta við þátttöku í samningi sem náðst hafði um öruggan flutning kornvöru frá Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gær að Rússar hefðu verið fullvissaðir um að „kornhliðið“ yrði ekki notað til að gera árásir á rússneska flotann.

Það var í kjölfar drónaárásar á herskip Rússa í Sevastopol sem þeir hótuðu að segja sig frá samkomulaginu en Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússar hefðu krafist loforða frá Úkraínumönnum um að önnur slík árás myndi ekki eiga sér stað og að sjóleiðin frá Úkraínu yrði ekki notuð til árása yfir höfuð.

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði hins vegar að u-beygja Rússa sýndi að hótanir þeirra leiddu ekkert.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þakkaði Tyrkjum fyrir að koma Rússum aftur að borðinu en stjórnvöld í Tyrklandi hafa átt milligöngu um samtal milli bandamanna og Rússa um hin ýmsu málefni.

Andrew Roth, fréttaritari Guardian í Moskvu, bendir á að þegar á hólminn var komið hafi Pútín frekar valið að hætta við að hætta við heldur en að ráðast í þá aðgerð að hindra för flutningsskipa frá Úkraínu. Rússar hafi augljóslega verið undir það búnir að þurfa að standa við hótanir sínar.

Umfjöllun Guardian.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×