Íslenski boltinn

Sigur­mörk Breiða­bliks og ÍBV, Óskar Arnar skoraði gegn sínum gömlu fé­lögum á­samt öllum hinum mörkunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik lagði Víking og fékk Íslandsmeistaraskjöldinn loks í hendurnar að leik loknum.
Breiðablik lagði Víking og fékk Íslandsmeistaraskjöldinn loks í hendurnar að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét

Seint koma sumir en koma þó. Hér að neðan má sjá mörkin úr öllum sex leikjum Bestu deildar karla í fótbolta um helgina en lokaumferð tímabilsins fór fram á laugardaginn var.

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur á bikarmeisturum Víkings á Kópavogsvelli áður en Bestu deildar skjöldurinn fór á loft.

Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 1-0 Víkingur

Óskar Örn Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði gegn sínum fyrrum félögum í KR þegar Stjarnan vann 2-0 sigur í Vesturbænum.

Klippa: Besta deild karla: KR 0-2 Stjarnan

KA vann Val 2-0 þar sem Lasse Petry fékk rautt spjald eftir hálftíma leik sem og heimamenn fengu vítaspyrnu. 

Klippa: Besta deild karla: KA 2-0 Valur

Keflavík vann Fram aftur með fjögurra marka mun en að þessu sinni héldu Keflvíkingar marki sínu hreinu.

Klippa: Besta deild karla: Keflavík 4-0 Fram

ÍA vann dramatískan 2-1 sigur á FH í Kaplakrika en það dugði ekki þar sem Skagamenn hefðu þurft að vinna með 10 mörkum til að halda sæti sínu í deildinni.

Klippa: Besta deild karla: FH 1-2 ÍA

ÍBV vann 1-0 sigur á föllnu liði Leiknis Reykjavíkur í Vestmannaeyjum.

Klippa: Besta deild karla: ÍBV 1-0 Leiknir Reykjavík

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×