Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur á bikarmeisturum Víkings á Kópavogsvelli áður en Bestu deildar skjöldurinn fór á loft.
Óskar Örn Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði gegn sínum fyrrum félögum í KR þegar Stjarnan vann 2-0 sigur í Vesturbænum.
KA vann Val 2-0 þar sem Lasse Petry fékk rautt spjald eftir hálftíma leik sem og heimamenn fengu vítaspyrnu.
Keflavík vann Fram aftur með fjögurra marka mun en að þessu sinni héldu Keflvíkingar marki sínu hreinu.
ÍA vann dramatískan 2-1 sigur á FH í Kaplakrika en það dugði ekki þar sem Skagamenn hefðu þurft að vinna með 10 mörkum til að halda sæti sínu í deildinni.
ÍBV vann 1-0 sigur á föllnu liði Leiknis Reykjavíkur í Vestmannaeyjum.