Erlent

Úkraínumenn vakna við loftvarnaflautur og sprengingar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stríðstól í Kamianka, sem Úkraínumann náðu nýlega aftur á sitt vald.
Stríðstól í Kamianka, sem Úkraínumann náðu nýlega aftur á sitt vald. AP/Efrem Lukatsky

Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og sprengingar hafa heyrst í Kænugarði. Fregnir herma að um hafi verið að ræða sjö til átta sprengingar en að sögn Anton Gerashchenko, ráðgjafa Úkraínuforseta, skutu Rússar um það bil 40 eldflaugum á hin ýmsu skotmörk í morgun.

Vitali Klitschko, borgarstjóri í Kænugarði, sagði mikilvæga innviði hafa orðið fyrir árasum. Vegna þeirra væri nú vatnslaust á sumum svæðum. Öll þjónusta væri hins vegar virk og nánari upplýsinga að vænta.

Igor Terekhov, borgarstjóri Kharkív, sagði sömuleiðis að ráðist hefði verið gegn innviðum í morgun og sömu fregnir hafa borist frá Zaporizhzhia og Cherkasy.

Breska utanríkisráðuneytið sagði í stöðuuppfærslu í morgun að þúsundir manna sem hefðu verið kvaddir í innrásarherinn á síðustu vikum notuðust við „varla nothæf“ skotvopn. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist á Twitter í morgun hafa átt samtal við Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, þar sem þeir umræðuefnin voru meðal annars samkeppni Bandaríkjanna og Kína, stríðið í Úkraínu og stuðningur við Haítí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×