Neanderdalsfjölskylda finnst í fyrsta sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. október 2022 14:00 Þrettán Neanderdalsmenn fundust í Síberíu. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Mike Kemp Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins. Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum. Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum.
Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38
Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34