Erlent

Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Selenskí.jpeg

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana.

Hann bætti því við að allt í allt hafi Rússar nú gert 4500 eldflaugaárásir og rúmlega átta þúsund loftárásir á landið. Forsetinn ávarpaði þjóð sína á götu úti í Kænugarði og stóð hann yfir flaki af stórum dróna sem hafði verið skotinn niður yfir borginni. Um er að ræða íranska Shahed drónann sem Rússar eru sagðir hafa notað í miklu mæli í stríðinu þrátt fyrir að bæði þeir og Íranir sjálfir neiti þeim ásökunum.

Rússar hafa sett aukinn kraft í að ráðast á almenna borgara síðustu vikur auk þess sem orkuinnviðir Úkraínu hafa verið gerðir að greinilegu skotmarki, nú þegar vetur er að skella á.


Tengdar fréttir

Segir næsta ára­tug þann hættu­legasta frá seinni heims­styrj­öldinni

Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum.

Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×