Dagný setur spurningamerki við hversu „hröð“ hún er í FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 14:01 Dagný er mjög hissa á þessu öllu saman. Alex Burstow/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er ekki parsátt með einkunnagjöf sína í tölvuleiknum FIFA 23. Dagný telur sig vera töluvert hraðari á velli en einkunnaspjald hennar segir til um. Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira