Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári.
Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur.
Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi.
TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE
— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022
Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag.
„Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við:
„Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“