„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2022 07:31 Erling Haaland fær að fara í frí til Spánar og Noregs á meðan að liðsfélagar hans fara flestir á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Haaland hefur skorað 22 mörk í 14 leikjum fyrir Manchester City fyrir endurkomuna á heimavöll Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City-menn spila sex leiki á næstu átján dögum en svo tekur við eins og hálfs mánaðar hlé fram að jólum, vegna HM í Katar. Þar verður Haaland hvergi sjáanlegur því Noregur komst ekki á HM, og fyrri hluta hlésins fær Norðmaðurinn að vera í fríi: „Hann verður í Marbella [á Spáni] eða í Noregi,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. Margir óttast kannski að Haaland verði enn öflugri eftir HM-hléið, þegar mótherjar hans verða ef til vill margir hverjir þreyttir eftir HM. „Hversu fullkominn hann verður veltur á því hvernig hann hagar sér í Marbella. Hann á hús þar. Hann mun spila golf en vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið! Þetta er í fyrsta sinn á ævi okkar sem að þetta gerist [að HM er að vetri til] svo við vitum ekki hvernig leikmennirnir koma út úr því. Ef þeir verða heimsmeistarar verða þeir mjög jákvæðir. Eða þá að þeir falla snemma út og fá meira frí. Þetta er ótrúlega þétt leikjadagskrá og þið hafið séð hvernig margir leikmenn eru að missa af HM út af þessari klikkuðu dagskrá,“ sagði Guardiola. Pep wants Haaland to lay off the carbs during the World Cup break pic.twitter.com/wks9yin7P5— ESPN FC (@ESPNFC) October 24, 2022 „Vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum“ Guardiola viðurkenndi á blaðamannafundinum í Dortmund í gær að hann hefði ekki alveg gert sér grein fyrir því að Haaland væri svo ofboðslega góður sem raun ber vitni. „Ég vissi að hann myndi ráða vel við það þegar liðið vinnur boltann hratt og að hann er óstöðvandi á 30-40 metrum. En ég vissi ekki hversu góður hann er á litlu svæði í teignum. Hann hefur skorað mörg mörk fyrir okkur vegna þess hvað hann hreyfir sig vel. Hann er með svo gott innsæi og það sést sérstaklega í því hvernig hann hreyfir sig. Hann færir sig frá kraðakinu og nálgast boltann. Þetta eru ekki auðveldar hreyfingar fyrir framherja. Hann er svo klár í að gera þessar hreyfingar á réttum augnablikum. Þar fyrir utan eru vinnubrögð hans til fyrirmyndar. Hann er einn af þeim fyrstu til að mæta á æfingasvæðið og einn af þeim síðustu heim. Hann hugsar fullkomlega um líkama sinn. Hann er vel að sér varðandi það hvernig atvinnumaður þarf að lifa og ég held að hann ætli sér bara að verða betri,“ sagði Guardiola.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira