Enski boltinn

Liverpool leitar nýs læknis er meiðslin hrúgast upp

Valur Páll Eiríksson skrifar
Diogo Jota var borinn af velli í sigri Liverpool á Manchester City þarsíðustu helgi. Hann verður lengi frá og mun missa af HM í Katar sem hefst í næsta mánuði.
Diogo Jota var borinn af velli í sigri Liverpool á Manchester City þarsíðustu helgi. Hann verður lengi frá og mun missa af HM í Katar sem hefst í næsta mánuði. Peter Byrne/PA Images via Getty Images

Ensku bikarmeistararnir Liverpool leita lifandi ljósi að nýjum yfirlækni hjá félaginu er meiðsli hrúgast upp í aðalliðshópi félagsins. Átta leikmenn voru fjarverandi er liðið tapaði óvænt fyrir Nottingham Forest um helgina.

Liverpool tapaði 1-0 fyrir Nottingham Forest á City Ground á laugardag en Forest sat á botni deildarinnar fyrir sigurinn og var aðeins að vinna sinn annan leik í tólf tilraunum í deildinni.

Þá Ibrahima Konaté og Joel Matip vantaði báða í vörn Liverpool, miðjumennirnir Naby Keita, Thiago Alcantara og Arthur Melo voru frá, sem og framherjarnir Darwin Núñez, Luis Díaz og Diogo Jota, en þeir tveir síðarnefndu verða báðir lengi frá.

Jim Moxon hætti sem yfirlæknir félagsins í ágúst og telja yfirmenn hjá félaginu að tengsl séu á milli brotthvarfs hans og aukinna meiðsla. Moxon hafði sinnt stöðunni frá árinu 2020 en Liverpool á enn eftir að finna nýjan yfirlækni í hans stað og hefur það valdið raski á starfi heilbrigðissviðs félagsins þar sem aðrir starfsmenn hafa þurft að sinna auknum skyldum.

Diogo Jota, Curtis Jones, Caoimhin Kelleher, Alex Oxlade-Chamberlain, Ibrahima Konaté, Andy Robertson, Calvin Ramsay, Thiago Alcantara, Naby Keita, Arthur Melo og Luis Díaz hafa allir verið frá í að minnsta kosti mánuð vegna meiðsla á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×