Íslenski boltinn

Kalla eftir því að spila meira yfir sumartímann í Bestu deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr Stúkunni í gær.
Úr Stúkunni í gær. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Nýtt deildarfyrirkomulag Bestu deildarinnar í fótbolta hefur verið mikið rætt í íslenska fótboltasamfélaginu að undanförnu.

Sigurbjörn Hreiðarsson og Reynir Leósson ræddu fyrirkomulagið í Stúkunni hjá Gumma Ben en Sigurbjörn hóf leiktímabilið sem aðstoðarþjálfari FH og tók fyrstur til máls.

„Þetta litast af þessum yfirburðum Blika. Þrjár síðustu umferðirnar í efri hlutanum skipta engu máli. Á næsta ári fáum við inn eitt Evrópusæti til viðbótar. Ef það væri inni núna væri meira í gangi í þeim leikjum.“

„Við erum líka lituð af mótinu í fyrra sem var alveg stórkostlegt, á báðum endum töflunnar,“ segir Sigurbjörn.

Báðir voru þeir sammála um að ekki ætti að fara til baka í gamla fyrirkomulagið.

„Við eigum ekki að gefast upp á þessu. Það þarf að leggjast vel yfir gögnin hjá KSÍ og reyna að hugsa út fyrir boxið hvernig hægt sé að þjappa mótinu saman, spila þéttar yfir bestu mánuðina. Ég held að það sé viðfangsefnið. Þá verður þetta miklu, miklu skemmtilegra,“ segir Reynir Leósson.

Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan - Deildarfyrirkomulag Bestu deildarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×