Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 16:40 Myndin er tekin við verðlaunaafhendingu í New York árið 2020. Getty/Zanni/McMullan Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. Rushdie er 75 ára gamall og var meðal annars lýstur réttdræpur í Íran á níunda áratugnum eftir að hafa gefið út skáldsöguna Söngvar Satans. Bókin hefur alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Umboðsmaður rithöfundarins, Andrew Wylie, segir þá reglulega hafa rætt um hættuna sem Rushdie hefur verið talinn í. Hann hefur mátt sæta stöðugum lífslátshótunum síðustu áratugi. Rithöfundurinn sagði í viðtali tæpum tveimur vikum fyrir árásina að hann bæri höfuðið hátt og tilfinningin væri sú að hættan væri hjá liðin. Umboðsmaðurinn segir í samtali við El País að árásin hafi verið svo skyndileg að engin leið hafi verið að koma í veg fyrir hana. Lítið hefur verið gefið upp um ástand rithöfundarins, þar til nú, en Wylie vildi ekki gefa upp hvort Rushdie lægi enn á sjúkrahúsi. Mestu máli skipti að hann væri á lífi. „[Sárin] voru djúp og hann hefur einnig misst sjón á öðru auga. Hann hlaut þrjú alvarleg stungusár á hálsi og var stunginn 15 sinnum í brjóst og búk. Hann hlaut einnig taugaskemmdir á hönd eftir stungusár og hefur misst allan mátt í hendinni,“ segir hann við spænska dagblaðið. Meintur árásarmaður, Hadi Matar, var leiddur fyrir dóm í ágúst en hann hefur neitað sök. Um 2.500 manns fylgdust með þegar árásarmaðurinn ruddist upp á svið og stakk rithöfundinn. Matar var handtekinn af lögregluþjóni á vettvangi. Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Rushdie er 75 ára gamall og var meðal annars lýstur réttdræpur í Íran á níunda áratugnum eftir að hafa gefið út skáldsöguna Söngvar Satans. Bókin hefur alla tíð vakið mikla reiði heittrúaðra múslima. Í Íran er bókin stranglega bönnuð vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Umboðsmaður rithöfundarins, Andrew Wylie, segir þá reglulega hafa rætt um hættuna sem Rushdie hefur verið talinn í. Hann hefur mátt sæta stöðugum lífslátshótunum síðustu áratugi. Rithöfundurinn sagði í viðtali tæpum tveimur vikum fyrir árásina að hann bæri höfuðið hátt og tilfinningin væri sú að hættan væri hjá liðin. Umboðsmaðurinn segir í samtali við El País að árásin hafi verið svo skyndileg að engin leið hafi verið að koma í veg fyrir hana. Lítið hefur verið gefið upp um ástand rithöfundarins, þar til nú, en Wylie vildi ekki gefa upp hvort Rushdie lægi enn á sjúkrahúsi. Mestu máli skipti að hann væri á lífi. „[Sárin] voru djúp og hann hefur einnig misst sjón á öðru auga. Hann hlaut þrjú alvarleg stungusár á hálsi og var stunginn 15 sinnum í brjóst og búk. Hann hlaut einnig taugaskemmdir á hönd eftir stungusár og hefur misst allan mátt í hendinni,“ segir hann við spænska dagblaðið. Meintur árásarmaður, Hadi Matar, var leiddur fyrir dóm í ágúst en hann hefur neitað sök. Um 2.500 manns fylgdust með þegar árásarmaðurinn ruddist upp á svið og stakk rithöfundinn. Matar var handtekinn af lögregluþjóni á vettvangi.
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48 Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Rushdie kominn úr öndunarvél Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. 14. ágúst 2022 07:48
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila