Erlent

Í­búar yfir­gefi Kher­son undir eins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leiðtogi leppstjórnar Rússlands í Kherson hefur hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, og halda til Rússlands.
Leiðtogi leppstjórnar Rússlands í Kherson hefur hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, og halda til Rússlands. Getty/Court

Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna.

Borgin stendur í samnefndu héraði sem var „innlimað“ Rússlandi í september. Kherson hefur verið í höndum Rússa síðan frá fyrstu dögum innrásarinnar í febrúar. Þónokkrir íbúar hafa þegar flúið frá borginni og er þeim beint til Rússlands.

Á föstudag gerðu úkraínskar hersveitir loftárásir á rússneskar herstöðvar víðs vegar um héraðið og árásunum var meðal annars beint að mikilvægum birgðaleiðum Rússa, nálægt hafnarborginni.

Rússneska leppstjórnin er sögð hafa hafist handa við að umturna Kherson í eins konar virki. Rússar hafa komið um tvö þúsund hermönnum fyrir í héraðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×