Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 08:42 Foreldrar Harry Dunn ganga úr réttarsal í London í síðasta mánuði. Frá vinstri: faðir hans Tim Dunn, stjúpmóðir Tracey Dunn, móðir Charlotte Charles og stjúpfaðir Bruce Charles. AP/James Manning/PA Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda. Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna. Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna.
Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32