Veður

Aust­læg átt og sums staðar smá­skurir

Atli Ísleifsson skrifar
Veður fer kólnandi samkvæmt spá Veðurstofunnar.
Veður fer kólnandi samkvæmt spá Veðurstofunnar. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag og verður hún fremur hæg víðast hvar. Hiti verður á bilinu núll til stig og verður mildast syðst.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að sunnantil og fyrir norðan orðið vart við minniháttar úrkomu en magnið ætti hvergi að vera mikið. Kólnar í veðri.

„Á morgun verður vindur norðlægari og líkur á smá éljum við norðurströndina, dálítil væta austast, en annars yfirleitt þurrt. Heldur svalara fyrir norðan annars svipað hitastig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan 3-8 m/s, skýjað og dálítil él við norður- og austurströndina, en skúrir syðst. Annars yfirleitt bjartviðri. Hiti víða 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil væta syðst og á Vestfjörðum. Hiti 1 til 5 stig á Suður- og Vesturlandi, annars við frostmark.

Á sunnudag: Suðaustan 5-13 m/s, hvassast vestast. Lítilsháttar væta, en skýjað og þurrt norðan- og austantil. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Fremur milt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×