Senda dróna og eldflaugar til Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2022 18:17 Minnst þrír létu lífið í drónaárásum á Kænugarð í dag. Getty/Almannavarnir Úkraínu Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. Tveir embættismenn í Íran og tveir erindrekar frá ríkinu staðfestu þetta við blaðamenn Reuters í dag. Ákvörðunin mun að öllum líkindum valda reiði í Bandaríkjunum og Evrópu. Reuters segir að samkomulag um vopnakaupin hafi náðst þann 6. október en Rússar hafi leitað til Írana eftir drónum og nákvæmum eldflaugum. Drónarnir sem Rússar hafa notað til þessara árása kallast Shahed-136 og eru þróaðir og framleiddir í Íran. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Drónarnir bera um 40 kílógröm af sprengiefni. Shahed-136 drónarnir eru um 3,5 metra langir og með um 2,5 metra vænghaf. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir (hámark 180 km/klst) en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Heimildarmenn fréttaveitunnar sögðu einnig að í síðasta mánuði hefði borist beiðni frá Vladimír Pútin, forseta Rússlands, um dróna sem kallast Arash 2 en þeir eru þróaðri en Shahed-drónarnir og drífa mun lengra. Þeirri beiðni var hafnað en heimildarmenn fréttaveitunnar gátu ekki sagt af hverju. Ráðamenn Í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ríkjum Evrópusambandsins hafa lýst því yfir í dag að með því að útvega Rússum þessa dróna sé ríkisstjórn Írans að brjóta gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Árásir Rússa hafa að mestu beinst að borgaralegum skotmörkum í Úkraínu og innviðum eins og orkuverum og vatnsveitum. Annar írönsku diplómatanna sem ræddi við Reuters hafnaði því að samkomulagið við Rússa væri brot á kjarnorkusáttmálanum frá 2015 sem Íran gerði með Bandaríkjunum og fleiri stórveldum. Hann sagði það ekki vera vandamál seljandans hvar kaupandinn noti vopnin. Íranir taki ekki afstöðu í Úkraínu-stríðinu líkt og vesturveldin hafi gert. Sjá einnig: Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Eldflaugarnar sem Rússar eru að kaupa eru hannaðar til að vera skotið af skotpöllum á jörðu niðri og lenda á fyrirframákveðnum skotmörkum. Þær kallast Fateh-110 og Zofaghar og eru sagðar drífa frá þrjú hundruð kílómetra í sjö hundruð. Fregnir hafa verið að berast af því að Rússar hafi gengið verulega á eldflaugabirgðir sínar og kaup þeirra á eldflaugum frá Íran renna stoðum undir þær fregnir. Rússar eru einnig sagðir hafa gengið á vopnabirgðir í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Heimildarmaður Reuters í Evrópu sagði vísbendingar hafa borist til Vesturlanda um að Rússar ættu í erfiðum með að framleiða vopn í nægjanlegu magni vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. Því hafi þeir leitað til bandamanna sinna eins og Írans og Norður-Kóreu. Íran Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Tveir embættismenn í Íran og tveir erindrekar frá ríkinu staðfestu þetta við blaðamenn Reuters í dag. Ákvörðunin mun að öllum líkindum valda reiði í Bandaríkjunum og Evrópu. Reuters segir að samkomulag um vopnakaupin hafi náðst þann 6. október en Rússar hafi leitað til Írana eftir drónum og nákvæmum eldflaugum. Drónarnir sem Rússar hafa notað til þessara árása kallast Shahed-136 og eru þróaðir og framleiddir í Íran. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Drónarnir bera um 40 kílógröm af sprengiefni. Shahed-136 drónarnir eru um 3,5 metra langir og með um 2,5 metra vænghaf. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir (hámark 180 km/klst) en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Heimildarmenn fréttaveitunnar sögðu einnig að í síðasta mánuði hefði borist beiðni frá Vladimír Pútin, forseta Rússlands, um dróna sem kallast Arash 2 en þeir eru þróaðri en Shahed-drónarnir og drífa mun lengra. Þeirri beiðni var hafnað en heimildarmenn fréttaveitunnar gátu ekki sagt af hverju. Ráðamenn Í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ríkjum Evrópusambandsins hafa lýst því yfir í dag að með því að útvega Rússum þessa dróna sé ríkisstjórn Írans að brjóta gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Árásir Rússa hafa að mestu beinst að borgaralegum skotmörkum í Úkraínu og innviðum eins og orkuverum og vatnsveitum. Annar írönsku diplómatanna sem ræddi við Reuters hafnaði því að samkomulagið við Rússa væri brot á kjarnorkusáttmálanum frá 2015 sem Íran gerði með Bandaríkjunum og fleiri stórveldum. Hann sagði það ekki vera vandamál seljandans hvar kaupandinn noti vopnin. Íranir taki ekki afstöðu í Úkraínu-stríðinu líkt og vesturveldin hafi gert. Sjá einnig: Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Eldflaugarnar sem Rússar eru að kaupa eru hannaðar til að vera skotið af skotpöllum á jörðu niðri og lenda á fyrirframákveðnum skotmörkum. Þær kallast Fateh-110 og Zofaghar og eru sagðar drífa frá þrjú hundruð kílómetra í sjö hundruð. Fregnir hafa verið að berast af því að Rússar hafi gengið verulega á eldflaugabirgðir sínar og kaup þeirra á eldflaugum frá Íran renna stoðum undir þær fregnir. Rússar eru einnig sagðir hafa gengið á vopnabirgðir í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Heimildarmaður Reuters í Evrópu sagði vísbendingar hafa borist til Vesturlanda um að Rússar ættu í erfiðum með að framleiða vopn í nægjanlegu magni vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. Því hafi þeir leitað til bandamanna sinna eins og Írans og Norður-Kóreu.
Íran Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56