Senda dróna og eldflaugar til Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2022 18:17 Minnst þrír létu lífið í drónaárásum á Kænugarð í dag. Getty/Almannavarnir Úkraínu Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. Tveir embættismenn í Íran og tveir erindrekar frá ríkinu staðfestu þetta við blaðamenn Reuters í dag. Ákvörðunin mun að öllum líkindum valda reiði í Bandaríkjunum og Evrópu. Reuters segir að samkomulag um vopnakaupin hafi náðst þann 6. október en Rússar hafi leitað til Írana eftir drónum og nákvæmum eldflaugum. Drónarnir sem Rússar hafa notað til þessara árása kallast Shahed-136 og eru þróaðir og framleiddir í Íran. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Drónarnir bera um 40 kílógröm af sprengiefni. Shahed-136 drónarnir eru um 3,5 metra langir og með um 2,5 metra vænghaf. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir (hámark 180 km/klst) en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Heimildarmenn fréttaveitunnar sögðu einnig að í síðasta mánuði hefði borist beiðni frá Vladimír Pútin, forseta Rússlands, um dróna sem kallast Arash 2 en þeir eru þróaðri en Shahed-drónarnir og drífa mun lengra. Þeirri beiðni var hafnað en heimildarmenn fréttaveitunnar gátu ekki sagt af hverju. Ráðamenn Í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ríkjum Evrópusambandsins hafa lýst því yfir í dag að með því að útvega Rússum þessa dróna sé ríkisstjórn Írans að brjóta gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Árásir Rússa hafa að mestu beinst að borgaralegum skotmörkum í Úkraínu og innviðum eins og orkuverum og vatnsveitum. Annar írönsku diplómatanna sem ræddi við Reuters hafnaði því að samkomulagið við Rússa væri brot á kjarnorkusáttmálanum frá 2015 sem Íran gerði með Bandaríkjunum og fleiri stórveldum. Hann sagði það ekki vera vandamál seljandans hvar kaupandinn noti vopnin. Íranir taki ekki afstöðu í Úkraínu-stríðinu líkt og vesturveldin hafi gert. Sjá einnig: Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Eldflaugarnar sem Rússar eru að kaupa eru hannaðar til að vera skotið af skotpöllum á jörðu niðri og lenda á fyrirframákveðnum skotmörkum. Þær kallast Fateh-110 og Zofaghar og eru sagðar drífa frá þrjú hundruð kílómetra í sjö hundruð. Fregnir hafa verið að berast af því að Rússar hafi gengið verulega á eldflaugabirgðir sínar og kaup þeirra á eldflaugum frá Íran renna stoðum undir þær fregnir. Rússar eru einnig sagðir hafa gengið á vopnabirgðir í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Heimildarmaður Reuters í Evrópu sagði vísbendingar hafa borist til Vesturlanda um að Rússar ættu í erfiðum með að framleiða vopn í nægjanlegu magni vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. Því hafi þeir leitað til bandamanna sinna eins og Írans og Norður-Kóreu. Íran Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Tveir embættismenn í Íran og tveir erindrekar frá ríkinu staðfestu þetta við blaðamenn Reuters í dag. Ákvörðunin mun að öllum líkindum valda reiði í Bandaríkjunum og Evrópu. Reuters segir að samkomulag um vopnakaupin hafi náðst þann 6. október en Rússar hafi leitað til Írana eftir drónum og nákvæmum eldflaugum. Drónarnir sem Rússar hafa notað til þessara árása kallast Shahed-136 og eru þróaðir og framleiddir í Íran. Drónar þessir eru hannaðir til að fljúga á skotmörk eins og skrið- og bryndreka og varnarbyrgi og springa í loft upp. Drónarnir bera um 40 kílógröm af sprengiefni. Shahed-136 drónarnir eru um 3,5 metra langir og með um 2,5 metra vænghaf. Þeir eru ekki gífurlega hraðskreiðir (hámark 180 km/klst) en geta verið lengi á lofti, sjást illa á ratsjám og er þess vegna erfitt að skjóta þá niður. Hér má sjá stutt myndband sem sýnir hvernig drónarnir virka. Today Odessa was again attacked by Shahed-136 kamikaze drones, which Russia got from Iran. Ukrainian army mastered to successfully land Russian aircraft, and these drones will follow. For that Ukraine needs more Western modern air defense systems. Drone launcher video below. pic.twitter.com/jZvYupj2IR— Maria Avdeeva (@maria_avdv) September 25, 2022 Heimildarmenn fréttaveitunnar sögðu einnig að í síðasta mánuði hefði borist beiðni frá Vladimír Pútin, forseta Rússlands, um dróna sem kallast Arash 2 en þeir eru þróaðri en Shahed-drónarnir og drífa mun lengra. Þeirri beiðni var hafnað en heimildarmenn fréttaveitunnar gátu ekki sagt af hverju. Ráðamenn Í Bandaríkjunum, Bretlandi og í ríkjum Evrópusambandsins hafa lýst því yfir í dag að með því að útvega Rússum þessa dróna sé ríkisstjórn Írans að brjóta gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Árásir Rússa hafa að mestu beinst að borgaralegum skotmörkum í Úkraínu og innviðum eins og orkuverum og vatnsveitum. Annar írönsku diplómatanna sem ræddi við Reuters hafnaði því að samkomulagið við Rússa væri brot á kjarnorkusáttmálanum frá 2015 sem Íran gerði með Bandaríkjunum og fleiri stórveldum. Hann sagði það ekki vera vandamál seljandans hvar kaupandinn noti vopnin. Íranir taki ekki afstöðu í Úkraínu-stríðinu líkt og vesturveldin hafi gert. Sjá einnig: Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Eldflaugarnar sem Rússar eru að kaupa eru hannaðar til að vera skotið af skotpöllum á jörðu niðri og lenda á fyrirframákveðnum skotmörkum. Þær kallast Fateh-110 og Zofaghar og eru sagðar drífa frá þrjú hundruð kílómetra í sjö hundruð. Fregnir hafa verið að berast af því að Rússar hafi gengið verulega á eldflaugabirgðir sínar og kaup þeirra á eldflaugum frá Íran renna stoðum undir þær fregnir. Rússar eru einnig sagðir hafa gengið á vopnabirgðir í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Heimildarmaður Reuters í Evrópu sagði vísbendingar hafa borist til Vesturlanda um að Rússar ættu í erfiðum með að framleiða vopn í nægjanlegu magni vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. Því hafi þeir leitað til bandamanna sinna eins og Írans og Norður-Kóreu.
Íran Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í Rússlandi Rússnesk orrustuþota brotlenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í dag. Minnst tveir eru látnir en mikill eldur kviknaði í húsinu við brotlendinguna. 17. október 2022 18:07
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56