Erlent

Segir fjandinn hafi það og heldur á­fram að greiða fyrir inter­netið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í vikunni að Musk væri einn stærsti bakhjarl Úkraínu og að Starlink væri Úkraínumönnum gífurlega mikilvægt.
Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í vikunni að Musk væri einn stærsti bakhjarl Úkraínu og að Starlink væri Úkraínumönnum gífurlega mikilvægt. Getty/Gonzalez

Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni.

SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, hefur verið að veita netþjónustuna í Úkraínu í gegnum Starlink-gervihnetti fyrirtækisins. Ríflega 2.200 gervihnettir fyrirtækisins eru á sporbraut jarðar og veita aðgang að interneti á jörðu niðri.

Í upphafi innrásarinnar lokuðu Rússar á aðgang Úkraínumanna að netinu víða með tölvuárásum. Starlink hefur þar af leiðandi skipt sköpum fyrir úkraínska herinn og samskipti Úkraínumanna. Musk segir fyrirtækið tapa tæpum þremur milljörðum á mánuði vegna þjónustunnar. Honum þykir ósanngjarnt að fyrirtæki á borð við Boeing og Lockheed Martin hafi fengið milljarðatugi í niðurgreiðslur, samkvæmt Guardian.

Musk tísti í gær að hann hygðist halda áfram að veita þjónustuna: „Fjandinn hafi það. Þó að Starlink sé að tapa peningum og önnur fyrirtæki fá milljarðatugi í boði skattgreiðenda - við höldum bara áfram að fjármagna ríkisstjórn Úkraínu.“


Tengdar fréttir

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu.

Sendiherra segir Musk að fara norður og niður

Úkraínski sendiherrann í Þýskalandi vandaði Elon Musk, auðkýfingnum sem hefur haslað sér völl sem nettröll, ekki kveðjurnar eftir að sá síðarnefndi viðraði hugmynd um forsendur friðar á milli Rússlands og Úkraínu. Bað sendiherrann Musk um að fara norður og niður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×