Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 15:18 Nikolas Cruz í dómsal í gær. AP/Amy Beth Bennett Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Cruz hefði verið dæmdur til dauða. Það var rangt en fréttin hefur verið uppfærð. Ári áður en Cruz framdi fjöldamorðið, þann 14. febrúar 2018, hafði hann verið rekinn úr skólanum. Cruz notaði byssu af gerðinni AR-15 til að skjóta fjórtán nemendur og þrjá starfsmenn skólans til bana. Hann særði þar að auki sautján til viðbótar. Réttarhöldin gegn Cruz hafa staðið yfir í þrjá mánuði en það tók kviðdómendur tvo daga að komast að þessari niðurstöðu. Vegna þess að kviðdómendur komust ekki að samróma niðurstöðu um dauðadóm og lögðu til að Cruz yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ár er liðið frá því Cruz játaði sekt sína og sagðist hann hafa ákveðið að gera árásina á Valentínusardag svo nemendur skólans gætu aldrei haldið upp á þann dag aftur. Sjá einnig: Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Verjendur hans héldu því fram óhófleg drykkja móður Cruz hefði leitt til þess að hann væri með taugaveiki og það hefði að endingu leitt til árásarinnar. Saksóknarar sögðu það ekki rétt og notuðu meðal annars myndbönd af Cruz meðhöndla hálf sjálfvirkan riffil sinn við árásina og hlaða hann til marks um að Cruz væri ekki veikur á nokkurn hátt. Hér að neðan má sjá þegar kviðdómendur lásu upp niðurstöðu sína í dómsal í dag. AP segir fjöldamorðið í Parkland það mannskæðasta sem ratað hafi í dómstóla í Bandaríkjunum hingað til. Níu mannskæðari fjöldaskotárásir hafi verið framdar þar í landi en í flestum tilfellum hafi árásarmennirnir svipt sig lífi eða verið felldir af lögregluþjónum. Réttarhöld gegn manni sem myrti 23 í Walmart í El Paso í Texas árið 2019 eru ekki hafin enn. Hann stendur einni frammi fyrir dauðadómi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Cruz hefði verið dæmdur til dauða. Það var rangt en fréttin hefur verið uppfærð. Ári áður en Cruz framdi fjöldamorðið, þann 14. febrúar 2018, hafði hann verið rekinn úr skólanum. Cruz notaði byssu af gerðinni AR-15 til að skjóta fjórtán nemendur og þrjá starfsmenn skólans til bana. Hann særði þar að auki sautján til viðbótar. Réttarhöldin gegn Cruz hafa staðið yfir í þrjá mánuði en það tók kviðdómendur tvo daga að komast að þessari niðurstöðu. Vegna þess að kviðdómendur komust ekki að samróma niðurstöðu um dauðadóm og lögðu til að Cruz yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ár er liðið frá því Cruz játaði sekt sína og sagðist hann hafa ákveðið að gera árásina á Valentínusardag svo nemendur skólans gætu aldrei haldið upp á þann dag aftur. Sjá einnig: Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Verjendur hans héldu því fram óhófleg drykkja móður Cruz hefði leitt til þess að hann væri með taugaveiki og það hefði að endingu leitt til árásarinnar. Saksóknarar sögðu það ekki rétt og notuðu meðal annars myndbönd af Cruz meðhöndla hálf sjálfvirkan riffil sinn við árásina og hlaða hann til marks um að Cruz væri ekki veikur á nokkurn hátt. Hér að neðan má sjá þegar kviðdómendur lásu upp niðurstöðu sína í dómsal í dag. AP segir fjöldamorðið í Parkland það mannskæðasta sem ratað hafi í dómstóla í Bandaríkjunum hingað til. Níu mannskæðari fjöldaskotárásir hafi verið framdar þar í landi en í flestum tilfellum hafi árásarmennirnir svipt sig lífi eða verið felldir af lögregluþjónum. Réttarhöld gegn manni sem myrti 23 í Walmart í El Paso í Texas árið 2019 eru ekki hafin enn. Hann stendur einni frammi fyrir dauðadómi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15