Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 15:18 Nikolas Cruz í dómsal í gær. AP/Amy Beth Bennett Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Cruz hefði verið dæmdur til dauða. Það var rangt en fréttin hefur verið uppfærð. Ári áður en Cruz framdi fjöldamorðið, þann 14. febrúar 2018, hafði hann verið rekinn úr skólanum. Cruz notaði byssu af gerðinni AR-15 til að skjóta fjórtán nemendur og þrjá starfsmenn skólans til bana. Hann særði þar að auki sautján til viðbótar. Réttarhöldin gegn Cruz hafa staðið yfir í þrjá mánuði en það tók kviðdómendur tvo daga að komast að þessari niðurstöðu. Vegna þess að kviðdómendur komust ekki að samróma niðurstöðu um dauðadóm og lögðu til að Cruz yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ár er liðið frá því Cruz játaði sekt sína og sagðist hann hafa ákveðið að gera árásina á Valentínusardag svo nemendur skólans gætu aldrei haldið upp á þann dag aftur. Sjá einnig: Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Verjendur hans héldu því fram óhófleg drykkja móður Cruz hefði leitt til þess að hann væri með taugaveiki og það hefði að endingu leitt til árásarinnar. Saksóknarar sögðu það ekki rétt og notuðu meðal annars myndbönd af Cruz meðhöndla hálf sjálfvirkan riffil sinn við árásina og hlaða hann til marks um að Cruz væri ekki veikur á nokkurn hátt. Hér að neðan má sjá þegar kviðdómendur lásu upp niðurstöðu sína í dómsal í dag. AP segir fjöldamorðið í Parkland það mannskæðasta sem ratað hafi í dómstóla í Bandaríkjunum hingað til. Níu mannskæðari fjöldaskotárásir hafi verið framdar þar í landi en í flestum tilfellum hafi árásarmennirnir svipt sig lífi eða verið felldir af lögregluþjónum. Réttarhöld gegn manni sem myrti 23 í Walmart í El Paso í Texas árið 2019 eru ekki hafin enn. Hann stendur einni frammi fyrir dauðadómi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Cruz hefði verið dæmdur til dauða. Það var rangt en fréttin hefur verið uppfærð. Ári áður en Cruz framdi fjöldamorðið, þann 14. febrúar 2018, hafði hann verið rekinn úr skólanum. Cruz notaði byssu af gerðinni AR-15 til að skjóta fjórtán nemendur og þrjá starfsmenn skólans til bana. Hann særði þar að auki sautján til viðbótar. Réttarhöldin gegn Cruz hafa staðið yfir í þrjá mánuði en það tók kviðdómendur tvo daga að komast að þessari niðurstöðu. Vegna þess að kviðdómendur komust ekki að samróma niðurstöðu um dauðadóm og lögðu til að Cruz yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ár er liðið frá því Cruz játaði sekt sína og sagðist hann hafa ákveðið að gera árásina á Valentínusardag svo nemendur skólans gætu aldrei haldið upp á þann dag aftur. Sjá einnig: Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Verjendur hans héldu því fram óhófleg drykkja móður Cruz hefði leitt til þess að hann væri með taugaveiki og það hefði að endingu leitt til árásarinnar. Saksóknarar sögðu það ekki rétt og notuðu meðal annars myndbönd af Cruz meðhöndla hálf sjálfvirkan riffil sinn við árásina og hlaða hann til marks um að Cruz væri ekki veikur á nokkurn hátt. Hér að neðan má sjá þegar kviðdómendur lásu upp niðurstöðu sína í dómsal í dag. AP segir fjöldamorðið í Parkland það mannskæðasta sem ratað hafi í dómstóla í Bandaríkjunum hingað til. Níu mannskæðari fjöldaskotárásir hafi verið framdar þar í landi en í flestum tilfellum hafi árásarmennirnir svipt sig lífi eða verið felldir af lögregluþjónum. Réttarhöld gegn manni sem myrti 23 í Walmart í El Paso í Texas árið 2019 eru ekki hafin enn. Hann stendur einni frammi fyrir dauðadómi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15