Nýr snjallbúnaður lætur krakkamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 08:30 Ung knattspyrnukona fagnar hér marki á einu af krakkamótunum. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið OZ Sports ætlar sér að gjörbylta fótboltaútsendingum á Íslandi eftir nýjan samning við Knattspyrnusamband Íslands og Íslenskan Toppfótbolta. OZ Sports stefnir á uppsetningu á snjallmyndavélum á 28 fótboltavöllum hér á landi og þær verður síðan hægt að nota til að sýna frá öllum leikjum, hvort sem þeir eru í meistaraflokki eða yngri flokkum. Viðskiptablaðið segir að OZ Sports hafi á síðustu árum unnið að þróun á íþróttavélbúnaði sem inniheldur snjallvænan upptökubúnað sem krefst ekki mannafla eins og tökumanna eða útsendingastjóra. Þessi útsendingabúnaður verður tekinn í notkun í lok þessa mánaða en hann hefur verið prófaður í samstarfi við Alþjóða knattspyrnusambandið í úrvalsdeild Dóminíska lýðveldisins en þar voru teknir upp tvö hundruð knattspyrnuleikir. Stöð 2 Sport er rétthafi af leikjum í Bestu deildunum en OZ Sports menn hafa einnig kortlagt þarfir rétthafana eins og viðkomandi félaga við skipulagningu og uppsetningu búnaðarins. Alls verður þessi snjallbúnaður settur upp á 28 völlum hér á landi. Framtíðarsýn OZ Sports er meðal annars að gera íþróttaviðburði hjá ungum iðkendum hátt undir höfði með útsendingum sem jafnast á við efstu deildir í knattspyrnu sem dæmi. OZ vinnur að því að gera þessa sýn að veruleika með því að beita nýjum aðferðum í tækni róbóta, gervigreindar, tölvugrafíkur og hugbúnaðartækni sem oftast er notuð við gerð tölvuleikja. „Við hjá OZ Sports gerum ekki greinarmun á úrvalsdeild eða pollamóti. Það hefur verið okkar köllun að láta meira að segja pollamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports, í viðtali við Viðskiptablaðið en það má finna meira um það hér. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
OZ Sports stefnir á uppsetningu á snjallmyndavélum á 28 fótboltavöllum hér á landi og þær verður síðan hægt að nota til að sýna frá öllum leikjum, hvort sem þeir eru í meistaraflokki eða yngri flokkum. Viðskiptablaðið segir að OZ Sports hafi á síðustu árum unnið að þróun á íþróttavélbúnaði sem inniheldur snjallvænan upptökubúnað sem krefst ekki mannafla eins og tökumanna eða útsendingastjóra. Þessi útsendingabúnaður verður tekinn í notkun í lok þessa mánaða en hann hefur verið prófaður í samstarfi við Alþjóða knattspyrnusambandið í úrvalsdeild Dóminíska lýðveldisins en þar voru teknir upp tvö hundruð knattspyrnuleikir. Stöð 2 Sport er rétthafi af leikjum í Bestu deildunum en OZ Sports menn hafa einnig kortlagt þarfir rétthafana eins og viðkomandi félaga við skipulagningu og uppsetningu búnaðarins. Alls verður þessi snjallbúnaður settur upp á 28 völlum hér á landi. Framtíðarsýn OZ Sports er meðal annars að gera íþróttaviðburði hjá ungum iðkendum hátt undir höfði með útsendingum sem jafnast á við efstu deildir í knattspyrnu sem dæmi. OZ vinnur að því að gera þessa sýn að veruleika með því að beita nýjum aðferðum í tækni róbóta, gervigreindar, tölvugrafíkur og hugbúnaðartækni sem oftast er notuð við gerð tölvuleikja. „Við hjá OZ Sports gerum ekki greinarmun á úrvalsdeild eða pollamóti. Það hefur verið okkar köllun að láta meira að segja pollamótin líta út eins og úrslitaleik í Meistaradeildinni,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports, í viðtali við Viðskiptablaðið en það má finna meira um það hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti