Íslenski boltinn

Verst geymda leyndarmálið staðfest

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Grétarsson tekur við Val eftir tímabilið.
Arnar Grétarsson tekur við Val eftir tímabilið. vísir/diego

Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Arnar var látinn fara frá KA í síðasta mánuði eftir að hann hafði náð munnlegu samkomulagi við annað félagið. Það var Valur og félagið hefur nú staðfest verst geyma leyndarmál íslenska fótboltans.

Arnar tekur við Val af Ólafi Jóhannessyni sem tók í annað sinn við liðinu um mitt sumar eftir að Heimi Guðjónssyni var sagt upp störfum.

Valur er fjórða félagið sem Arnar þjálfar. Hann stýrði Breiðabliki á árunum 2015-17, Roeselare í Belgíu 2019 og KA 2020-22. Hann var áður íþróttastjóri hjá AEK í Aþenu og Club Brugge í Belgíu.

Valur er í 6. sæti Bestu deildarinnar og hefur tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppni efri hlutans. Næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×