Erlent

For­seti Perú á­kærður fyrir spillingu

Atli Ísleifsson skrifar
Pedro Castillo tók við embætti forseta Perú í júlí á síðasta ári.
Pedro Castillo tók við embætti forseta Perú í júlí á síðasta ári. AP

Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu.

Ríkissaksóknari í Perú, Patricia Benavides greindi frá því í gær að ákæra hafi gefin út í málinu, en málið kann að leiða til að vinstrimanninum Castillo, sem tók við forsetaembættinu í júlí 2021, verði vikið úr embætti.

Sex mismundandi rannsóknir standa nú þegar yfir hjá perúskum yfirvöldum á meintum tengslum Castillo við glæpasamtök í landinu.

Castillo hefur nú þegar sloppið undan tveimur tilraunum til að draga hann fyrir ríkisrétt. Hann neitar sök í málunum og segja rannsóknirnar og ákæruna nú runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma honum úr embætti. Hefur hann nú sakað ríkissaksóknarann Benavides um tilraun til valdaráns.

Saksóknarar saka sömuleiðis fjölda ættingja forsetans, auk samgönguráðherrans Geiners Alvarado og borgarstjóra nokkurs á landsbyggðinni, um að vera hluti af sömu glæpasamtökum sem eru sögð reka fjölda fyrirtækja í þeim tilgangi að þvætta illa fengið fé.


Tengdar fréttir

Faldi milljónir á klósettinu í forsetahöllinni

Jafnvirði rúmlega 2,6 milljóna íslenskra króna fannst falið á baðherbergi skrifstofustjóra forseta Perú í forsetahöllinni í Lima þegar saksóknarar gerðu húsleit þar fyrir helgi. Skrifstofustjórinn er til rannsóknar fyrir spillingu og sagði af sér á föstudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×