Innlent

Sigið heldur á­fram en enn engin merki aukið rennsli í Gígju­kvísl

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Grímsvötnum. Myndin er tekin í desember á síðasta ári þegar síðast hljóp.
Úr Grímsvötnum. Myndin er tekin í desember á síðasta ári þegar síðast hljóp. Vísir/RAX

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur nú lækkað um sjö metra á síðustu dögum. Engin merki eru þó um að rennsli hafi aukist í Gígjukvísl.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mælar Veðurstofunnar í ánum bendi ekki til þess að rennsli í Gígjukvísl hafi aukist, en þó eru miklar rigningar á svæðinu sem torveldi mælingarnar.

„Það er í raun ekki mikið að frétta núna, en sigið hefur þó haldið áfram,“ segir Bjarki.

Veðurstofan greindi frá því á mánudaginn að hlaup lítið væri hafið úr Grímsvötnum og að spáð væri að hámarksrennsli í Gígjukvísl yrði í dag, miðvikudag.

Tekið var fram að lág vatnsstaða væri í Grímsvötnum og því væri von á litlu hlaupi, um fimm hundruð rúmmetrar á sekúndu, eða tæplega fimmtungi á við síðasta hlaup í desember á síðasta ári. 

Talið sé að ef vötnin tæmist alveg geti íshellan sigið um tíu til fimmtán metra í heildina.


Tengdar fréttir

Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra

Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×