Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 16:29 Íshellan í Grímsvötnum er að lækka. Vísir/RAX Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira