Íhuga að skattleggja beljurop Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 13:59 Makindalegar mjólkurkýr nærri Oxford á Suðureyju Nýja-Sjálands. Kýr losa mikið magn metans þegar þær ropa og nituroxíð þegar þær míga en hvoru tveggja eru gróðurhúsalofttegundir. AP/Mark Baker Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni. Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins. Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Búfjárrækt er stór iðnaður á Nýja-Sjálandi. Fyrir hvern einn íbúa landsins eru tvær kýr eða naut og fleiri en fimm kindur. Dýrin losa gróðurhúsalofttegundir með því að ropa og losa þvag. Hlutdeild landbúnaðar í losun gróðurhúsalofttegunda er því óvenjumikil í landinu, um helmingur heildarlosunarinnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Jacindu Ardern forsætisráðherra setti sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Hluti þeirrar áætlunar er að minnka losun metans frá búfé um tíu prósent fyrir árið 2030 og um 47 prósent fyrir árið 2050. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar þyrftu bændur að greiða fyrir losun frá dýrum sínum frá árinu 2025. Ekki liggur fyrir hversu hátt kolefnisgjaldið yrði. Ardern segir að skattféð yrði allt notað til þess að fjármagna nýsköpun í búfjárrækt og hvatagreiðslur til bænda. Bændur gætu jafnað út kostnaðaraukann með því að rukka meira fyrir loftslagsvænar afurðir. Damien O'Connor, landbúnaðarráðherra, segir bændur þegar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga með tíðari þurrkum og flóðum. Það sé bæði gott fyrir umhverfið og efnahaginn að grípa til aðgerða gegn losun landbúnaðarins. Bændur rísa upp á afturlappirnar Helstu hagsmunasamtök nýsjálenskra bænda finna tillögunni allt til foráttu. Með henni yrði hjartað úr smábæjum landsins rifið út og í stað bóndabæja spryttu upp tré. Verði hún að veruleika muni bændur selja býli sín í hrönnum. Íhaldssami stjórnarandstöðuflokkurinn ACT heldur því fram að tillagan leiddi til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu því búfjárræktin færðist þá til landa þar sem losunin væri meiri en í Nýja-Sjálandi. Verkamannaflokkur Ardern var gerður afturreka með sambærilega tillögu árið 2003. Líkt og nú reis bændastéttin upp á afturlappirnar og mótmælti kröftuglega. Andstæðingar tillögunnar uppnefndu hana þá „prumpskattinn“ sem var þó ekki réttnefni þar sem mest metanlosunin er vegna ropa búfjárins.
Loftslagsmál Skattar og tollar Nýja-Sjáland Dýr Landbúnaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira