Íslenski boltinn

Fagnaðar­læti Ís­lands­meistara Breiða­bliks: Myndir og myndbönd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Damir Muminovic fékk knús frá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara, þegar Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús.
Damir Muminovic fékk knús frá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara, þegar Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús. Vísir/Diego

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni.

Leikmenn, starfslið og stuðningsfólks Breiðabliks kom saman í Smáranum til að horfa á leik kvöldsins. Þar var ljósmyndari Vísis einnig til að mynda herlegheitin. Hér að neðan má sjá Blika fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í karlaflokki síðan árið 2010.

Klippa: Fagnaðarlæti Breiðabliks
Dagur Dan Þórhallsson fékk líka knús frá þjálfaranum.Vísir/Diego
Mikil fagnaðarlæti brutust út að loknum 2-1 sigri Stjörnunnar.Vísir/Diego
Damir Muminovic og Olivir Sigurjónsson fallast í faðma.Vísir/Diego
Grænt þema þegar Viktor Örn Margeirsson, Gísli Eyjólfsson og Viktor Karl Einarsson féllust í faðma.Vísir/Diego
Gaman saman.Vísir/Diego
Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, fagnar.Vísir/Diego
Menn trúðu vart sínum eigin augum.Vísir/Diego
Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego

Tengdar fréttir

Breiða­blik Ís­lands­­meistari karla í fót­bolta árið 2022

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022.

Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-1 | Stjörnu­menn sendu titilinn í Kópavog

Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×