Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. október 2022 21:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir árásirnar í nótt hafa verið hrikalegar. Stöð 2 Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35