Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 10:35 Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar birtu myndir af Kim Jong-un einræðisherra hafa „umsjón“ með eldflaugatilraunum. AP/KCNA Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. Norðurkóreumenn hafa sjö sinnum skotið eldflaugum á loft í kringum nýlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suðurkóreumanna. Norðamenn líta á slíkar æfinar sem undirbúning fyrir innrás. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu héldu því fram í dag að eldflaugarskotin hafi verið liður í hermun á kjarnavopnaárásum. Herinn hafi komið gervikjarnaoddum fyrir í eldflaugunum. Hermunin hafi verið á árásum á herstöðvar, hafnir og flugvelli sunnan landamæranna. Æfingarnar hafi verið viðvörun fyrir bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld og þær sýni að Norðurkóreumenn geti gereytt skotmörkum hvar sem er og hvenær sem er. Tilkynningin var send út á sjötugasta og sjöunda afmælisdegi Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hún hafi verið liður í að styrkja ímynd Kim sem sterks leiðtoga á sama tíma og landið glímir við erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Norðurkóreumenn eru nú sagðir undirbúa fyrstu tilraunir sínar með kjarnavopn í fimm ár. Þeir gætu einnig reynt að prófa skammdræga kjarnaodda sem hægt er að nota til að skjóta stýriflaugum á vígvelli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kim lét breyta lögum um notkun kjarnavopna í síðustu viku. Nú má hann nota kjarnavopn að fyrrabragði en samkvæmt eldri lögum mátti aðeins beita þeim til að verjast árás. Norður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Norðurkóreumenn hafa sjö sinnum skotið eldflaugum á loft í kringum nýlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suðurkóreumanna. Norðamenn líta á slíkar æfinar sem undirbúning fyrir innrás. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu héldu því fram í dag að eldflaugarskotin hafi verið liður í hermun á kjarnavopnaárásum. Herinn hafi komið gervikjarnaoddum fyrir í eldflaugunum. Hermunin hafi verið á árásum á herstöðvar, hafnir og flugvelli sunnan landamæranna. Æfingarnar hafi verið viðvörun fyrir bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld og þær sýni að Norðurkóreumenn geti gereytt skotmörkum hvar sem er og hvenær sem er. Tilkynningin var send út á sjötugasta og sjöunda afmælisdegi Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP-fréttastofan segir að hún hafi verið liður í að styrkja ímynd Kim sem sterks leiðtoga á sama tíma og landið glímir við erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Norðurkóreumenn eru nú sagðir undirbúa fyrstu tilraunir sínar með kjarnavopn í fimm ár. Þeir gætu einnig reynt að prófa skammdræga kjarnaodda sem hægt er að nota til að skjóta stýriflaugum á vígvelli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kim lét breyta lögum um notkun kjarnavopna í síðustu viku. Nú má hann nota kjarnavopn að fyrrabragði en samkvæmt eldri lögum mátti aðeins beita þeim til að verjast árás.
Norður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. 6. október 2022 12:25
Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. 8. október 2022 23:54