Íslenski boltinn

Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar mæta degi fyrr norður þar sem þeir spilar við KA-menn á mogun en ekki á sunnudaginn. Hér er Kristinn Steindórsson í leik Blika á Akureyri í fyrrasumar.
Blikar mæta degi fyrr norður þar sem þeir spilar við KA-menn á mogun en ekki á sunnudaginn. Hér er Kristinn Steindórsson í leik Blika á Akureyri í fyrrasumar. Vísir/ÓskarÓ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann.

Slæm veðurspá á sunnudaginn kallar á þessar breytingar.

Leikur KA og Breiðabliks, sem átti að fara fram á Akureyri á sunnudaginn, fer nú fram á morgun laugardag klukkan 14.00.

Leikur ÍBV og Keflavíkur, sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn, var frestað og fer hann nú fram á mánudaginn klukkan 15.15.

Leikur KR og Vals, sem átti að fara fram á sunnudaginn, fer nú fram á morgun, laugardag, klukkan 14.00.

Eftir stendur að aðeins leikur FH og Leiknis mun fara fram á sunnudaginn en hann hefst klukkan 14.00 í Kaplakrika.

Appelsínugul viðvörun er á Norðurlandi eystra á sunnudaginn og gul viðvörun er á Suðurlandi á sunnudaginn. Það er því full ástæða til að færa leikina af þeim tímum sem veðrið verður sem verst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×