Erlent

Frederik­sen boðar til þing­kosninga 1. nóvember

Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Mette Frederiksen mun koma með yfirlýsingu klukkan 13.
Mette Frederiksen mun koma með yfirlýsingu klukkan 13. EPA

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að blaðamannafundi Frederiksen lauk. Að neðan má sjá upprunalegu fréttina:

Fredriksen hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu að íslenskum tíma. Efni fundarins hefur ekki verið gefið upp en búist er við því að hún muni boða til kosninga, líkt og hún hefur gefið í skyn.

Danskir fjölmiðlar segja líklegt að kosningarnar verði haldnar fyrir 6. nóvember.

Í yfirlýsingu frá danska forsætisráðuneytinu segir að forsætisráðherrann muni koma með yfirlýsingu og að ekki standi til að svara spurningum blaðamanna að því loknu.

Danska þingið var sett í gær og fyrir stefnuræðu forsætisráðherrans hafði frjálslyndi miðjuflokkurinn Radikale Venstre sett forsætisráðherranum þá afarkosti að boða strax til þingkosninga eða að vantrauststillaga yrði lögð fram.

Radikale Venstre, sem er einn af stuðningsflokkur ríkisstjórnar Frederiksen, hefur gagnrýnt forsætisráðherrann harðlega vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lóga öllum minkum í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi ekki staðist lög.

Þingkosningar eiga lögum samkvæmt að fara fram í Danmörku í síðasta lagi fyrir 3. júní á næsta ári, en forsætisráðherra getur flýtt kosningum standi vilji til þess.


Tengdar fréttir

Boðaði ekki til þingkosninga

Danska þingið var sett í morgun eftir sumarhlé en fyrirfram bjuggust margir við að forsætisráðherrann Mette Frederiksen myndi nýta tækifærið í stefnuræðu sinni og boða til þingkosninga. Ekkert varð þó úr því.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.